Sunnudaginn 25. nóvember n.k. verður Dægurlagamessa í Siglufjarðarkirkju. Mikið verður um tónlistarflutning.
Viðburðurinn hefst kl. 14:00.
Þar mun meðal annars Karlakórinn í Fjallabyggð syngja, ásamt sólistunum Steina og Steina. Það eru þeir Þorsteinn Bjarnason tenór og Þorsteinn Sveinsson trompet.

Þorsteinn Sveinsson og Þorsteinn Bjarnason
Auk þess leikur hljómsveit kórsins með kórnum.

Hljómsveit kórsins
Stjórnandi er Elías Þorvaldsson.

Elías Þorvaldsson kórstjóri.
Fréttamaður Trölla leit við á æfingu hjá kórnum í gærkvöldi og tók þessar myndir.

Karlakórinn í Fjallabyggð á æfingu í Siglufjarðarkirkju.

Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit.

Þorsteinn Bjarnason á æfingu.

.

.

.

.