KEA hefur í gegnum dótturfélag sitt Upphaf fjárfestingasjóð, fjárfest í Hinu Norðlenska Styrjufélagi (HNS). Starfsstöð félagsins er á Ólafsfirði þar sem uppbygging og undirbúningur húsnæðis fer fram.

Framleiðsla félagsins byggir á umhverfisvænni einkaleyfisvarinni aðferðarfræði Alfred Wegener Institut, við framleiðslu á hrognunum, þar sem hrogn eru strokin úr fiskinum áður en hann er aftur settur í ker.

Styrjueldi í Ólafsfirði – Mikið um að vera

Félagið er stofnað að frumkvæði Dr. Eyþórs Eyjólfssonar og mun félagið framleiða styrjuhrogn, sem er ein dýrasta afurð fiska, með sjálfbærum hætti.

Stofninn sem framleiðslan mun byggja á var fluttur inn frá Bandaríkjunum árið 2014 en HNS keypti hann árið 2022 og flutti í starfsstöð félagsins.

Í húsnæði HNS á Ólafsfirði er gert ráð fyrir bæði eldi og seiðaframleiðslu. 

Hið Norðlenzka Styrjufjelag ehf. í Ólafsfirði fékk skráningu
Von er á 165 styrjum til Ólafsfjarðar