Gothia Cup er heimsins stærsta unglinga knattspyrnumót og heldur upp á 50 ára starfsafmæli sitt í ár. Sérlegur fréttaritari Trölli.is í Gautaborg hefur verið búsettur á svæðinu síðustu 35 árin og hefur fylgst með mótinu dafna og stækka, sem og hitt marga glaða krakka frá Íslandi og þá sérstaklega frá Fjallabyggð og nágrenni.

KF/Dalvík kom í ár með þrjú lið: Stelpur (girls) G16 og tvo aldurshópa af strákum ( boys) B15 og B16. Þessir krakkar og aðstandendur þeirra eiga aðdáun mína alla, því ég veit vel hversu mikið þau hafa haft fyrir því að ná sér saman í lið og stunda æfingar með keyrslu á milli Siglufjarðar – Ólafsfjarðar og Dalvíkur.

Í tilefni þess að Gothia Cup er 50 ára, verður í þessari grein sagt frá ýmsum staðreyndum um sjálft mótið og einnig birtist hér fjöldin allur af myndum frá t.d. leiksvæðinu Kvibeg, en þar vann B16 lið KF/Dalvík góðan sigur á liði frá Mexikó, miðvikudaginn 16 júlí, á velli númer 15.

Ýmsar upplýsingar um Gothia Cup:

ATH. Hér verðum við að hafa í huga að allt sem hér er nefnt, gerist á einni viku.

Staðan á mótinu 16 júli 2025:
Sem sagt, 1939 lið frá 74 löndum. 41 lið frá Íslandi. Það er þegar búið að spila 3093 leiki af 4905 á 118 völlum og samanlögð markatala er 12.734. Stjarnan 1, (B16) vekur mikla athygli, enda hafa þeir skorða 43 mörk í 4 leikjum. Einnig hafa margir augun á liðunum frá Breiðablik. Það er einnig ánægjulegt að stelpurnar er orðnar 30 % af þátttakendum í Gothia Cup.

Gautaborgar fótbolta gleðivika…

Á sumrin er maður áminntur um hversu stór íþróttaborg Gautaborg er í rauninni. Stórt körfuboltamót í júní og svo Partille Cup handboltamótið í byrjun júlí, síðan er pása í eina viku og svo kemur hápunkturinn með Gothia Cup knattspyrnu mótinu heimsfræga.

Það sem er kannski mest áberandi alla þessa viku, er gleðin og ánægja sem skín úr augum Gothia Cup krakka, maður mætir syngjandi liðum á leið til og frá leikjum út um alla borg.

Lestir, strætó og sporvagnar eru yfirfullir af krökkum frá öllum heimsins hornum. Í 50 ár hafa yfir (1 milljón) af krökkum tekið þátt í Gothia Cup.

Mótið er orðið svo stór og mikil hluti af Gautaborg og nágranna bæjarfélögum, að almenningur tekur ósjálfrátt þátt og er ekkert að pirra sig á gleðilátunum. Þvert á móti er það mjög algengt að borgarbúar fylgist vel með gangi mála og svo detta þeir inn sem áhorfendur á hinum og þessum leikjum.

Gamla áðurnefnda Kvibergs herstöðin, er í dag orðin stórglæsilegt Íþróttamiðstöðvar svæði. Hér er t.d. “Skidrome” með innanhúss gönguskíðabraut allt árið, handbolta og körfuboltahöll, strandblak og tennis og padel vellir, svo eitthvað sé nefnt.

Umgjörðin, skipulag o.fl. á þessu stóra móti er til fyrirmyndar og í rauninni er það stórmerkilegt að hægt sé að framkvæma þetta allt saman á einni viku. Knattspyrnufélagið BK Häcken á mikinn heiður skilið fyrir alla sína óeigingjörnu sjálfboðavinnu sem þeir hafa lagt í þetta stórkostlega mót í hálfa öld.

Myndasyrpa frá Kviberg svæðinu

Það fór alveg heill dagur í göngutúr frá Gamlestan til Kviberg með barnabörnum í góðu veðri, þegar leið að leik hittum við Íslenska vini sem búa í Borås, en þau eiga sínar rætur í Kópavogi og komu sérstaklega til að sjá leiki með Breiðablik og einn Stjörnuleik líka.

Það verður að segjast eins og er, að maður getur ekki annað en dáðst að aðstöðunni og skipulaginu og hvað Gautaborgarar eru duglegir við að endurnýta eldri byggingar og heræfingasvæði eins og t.d. Kviberg.

ATH. Smelltu á mynd og hún birtist þér stærri.


Og þá er komið að leik:

Stelpurnar í KF/Dalvík voru mættar á svæðið, til hvetja strákanna til dáða og voru þær eldhressar eftir sína þrjá leiki. Unnu einn leik , eitt jafntefli og töpuðu aðeins einum leik.

Eftir góða upphitun komu KF/Dalvík strákarnir sterkir til leiks og náðu að skora flott mark strax á 5 mínútu, en í seinni hálfleik komu þeir tvíefldir til leiks og skorðu 4 mörk í viðbót. Þorri Jón Níelsson skoraði þrennu “hat trick” og var því marki ákaft fagnað eins og sjá má á myndunum hér neðar. Leikurinn endaði í 5 – 0, en hefði léttilega geta endað í 7-8 mörkum, nóg af góðum færum og dúndur skot í slánna á lokamínútunum.

ATH. Smelltu á mynd og hún birtist þér stærri.

Því miður náði undirritaður ekki að hitta yngra strákaliðið KF/Dalvík B15, þeir voru að spila samtímis á öðru vallarsvæði, en ég fékk að lána þessar þrjár myndir frá liðsstjóranum Ingvari Erlingssyni.

Þetta var alveg dásamlegur fótboltadagur og gaman að fá að sjá og hitta krakkana frá Tröllaskaga og voru þau öll landi og þjóð til sóma. Ég er ekki frá því að í þessum fríða hópi séu nokkrir tilvonandi landsliðs strákar og stelpur.

Að lokum…

Gervigreindar samantekt frá ChatCPG, fyrir þá sem nenna og vilja fræðast meira meira um Gothia Cup söguna:

Gothia Cup – stærsta unglingafótboltamót í heimi

Gothia Cup er árlegt alþjóðlegt unglingafótboltamót sem haldið er í Gautaborg í Svíþjóð. Mótið var upprunalega stofnað árið 1975 af IFK Göteborg og GAIS sem drógu sig úr mótshaldinu og BK Häcken tók þá við og hefur mótið síðan þá vaxið gríðarlega.

Gothia Cup er stundum kallað “Heimsmeistaramót ungmenna” vegna stærðar sinnar og fjölbreytileika þátttakenda.

Á hverju ári taka um 1700–1900 lið frá yfir 80 löndum þátt í mótinu. Leikirnir fara fram á yfir 100 völlum í Gautaborg og nágrenni. Alls eru spilaðir um 4.500–5.000 leikir á einni viku og skoruð eru yfir 20.000 mörk.

Markmið mótsins er ekki aðeins að keppa í fótbolta, heldur einnig að efla vináttu, virðingu og menningarlegan skilning milli ungs fólks um allan heim. Mótið hefst með glæsilegri opnunarhátíð á Ullevi-leikvanginum þar sem lið frá öllum heimshornum ganga í skrúðgöngu með fána sinna landa.

Gothia Cup hefur haft mikil áhrif á þróun unglingafótbolta og er mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk að kynnast og vaxa – bæði innan og utan vallarins.

💰 Efnahagsleg áhrif

ATH: Lesendur verða sjálfir að umreikna tölurnar yfir í Íslenskar krónur.

  • Heildarvelta: Ferða- og gestaiðnaðurinn í Gautaborg skilar sér inn á bilinu 400–480 milljónir sænskra króna á mótsvikunni, þökk sé leikmönnum, þjálfurum og gestum.
  • Ferðamannatekjur: Samkvæmt framkvæmdastjóra mótsins nema þær um 450 milljónum króna í beinum útgjöldum (gistingu, mat, afþreyingu, minjagripum).
  • Skatttekjur ríkisins: Ríkið fær inn á bilinu 115–178 milljónir króna í virðisaukaskatti og öðrum gjöldum á meðan mótið stendur yfir.
  • Hótel og veitingastaðir: Veltan í þeim geira er oft áætluð í kringum hálfa milljarð (≈ 500 milljónir króna).

Knattspyrnufélagið og skipuleggjandinn: BK Häcken

  • Velta Gothia Cup fyrir BK Häcken er um 70 milljónir króna á ári, með hagnað upp á 8–9 milljónir króna árlega.
  • Spá fyrir árið 2025: Áætlað er að heildaráhrif á svæðið fari yfir 1 milljarð sænskra króna, þar sem 400 milljónir fara í hótel, 200 milljónir í samgöngur og 150 milljónir í smásöluverslun.

Yfirlit (tafla) Sænskar krónur.

Tegund teknaÁætlað virði (u.þ.b.)
Ferða- og gestaiðnaður400–480 millj. kr.
Skatttekjur ríkisins115–178 millj. kr.
Hótel og veitingastaðirca. 500 millj. kr.
Velta BK Häckenca. 70 millj. kr. (hagnaður: 8–9 millj.)
Heildaráhrif á svæðiðyfir 1 milljarður sænskar kr. (spá 2025)
Fyrirtækja velta (USD)ca. 16,6 M USD (≈160 millj. kr.)

Niðurstaða

Gothia Cup er afar mikilvægur fjárhagslegur viðburður fyrir Gautaborg:

  • Beinar neysluútgjöld nema mörg hundruð milljónum króna á aðeins einni viku.
  • Miklar skatttekjur fyrir bæði sveitarfélög og ríkið.
  • Gott fjárhagslegt bolmagn og stöðugur hagnaður fyrir BK Häcken.
  • Svæðisbundin efnahagsleg áhrif sem gætu farið yfir 1 milljarð sænskra króna samkvæmt nýjustu spám.

Höfundur samantektar, ljósmyndari
og stafræn vinnsla á ljósmynda gæðum:
Jón Ólafur Björgvinsson .

Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/

Forsíðu ljósmynd:
Ljósmyndari: Jón Ólafur Björgvinsson.
Aðrar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ingvari Erlingssyni.

Heimildir:
Vísað er í ýmsar heimildir gegnum vefslóðir í greininni.