Frétt uppfærð, Hosa er fundin heil á húfi.

Læðan Hosa hvarf að heiman um kl. 17:00 í dag og hefur ekki sést síðan. Hún er til heimilis að Fossvegi 12 á Siglufirði.

Læðan er níu mánaða, er ekki vön að vera úti og er heimilisfólkið áhyggjufullt vegna hennar.

Hún er lítil, grá að lit, með hvítar hosur og mjálmar ekki. Hosa er örmerkt en ekki með ól.

Ef einhver verður hennar var er hann beðinn um að hringja í Auði Ösp í síma 691 2614 eða að koma henni heim á Fossveg 12 .

Hosa

.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.