Fyrir lá erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar á 903. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir styrk til að greiða kostnað vegna vallarleigu utan sveitarfélagsins vegna aðstöðuleysi félagsins. Afrit af reikningi vegna vallarleigu fylgir beiðninni, samtals að upphæð kr. 1.080.000.
Bæjarráð samþykkti að styrkja KF um kr. 1.080.000 til þess að mæta kostnaði vegna vallarleigu fyrir æfingar og keppni utan Fjallabyggðar á liðnu ári.



