Með sigri sínum í dag 4-1 á Reyni Sandgerði hefur Knattspyrnufélag Fjallabyggðar tryggt sér sæti í 2. deild á næsta ári.
Á Fótbolti.net segir um leikinn í dag að Alexander Már Þorláksson hafi farið á kostum, eins og svo oft áður í sumar, og skoraði þrennu. Hann er kominn með 27 mörk í 20 deildarleikjum í sumar.
Kórdrengir vinna 3. deildina. Þeir eru með sex stigum meira en KF þegar ein umferð er eftir. Kórdrengir unnu Sindra í níu marka fótboltaleik í dag.
Í fallbaráttunni hélt Augnablik sér á lífi með frábærum 6-0 sigri gegn Einherja. Fyrir lokaumferðina eru fjögur lið í fallhættu ásamt Skallagrími. Það eru Álftanes (22 stig), Sindri (21 stig), KH (20 stig) og Augnablik (19 stig). Augnablik og KH unnu leiki sína í dag.
Mynd: Guðný Ágústsdóttir