Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan hálfátta vegna snjóflóðs nærri Dalvík. Björgunarsveitarfólk á svæðinu hefur verið kallað út.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RUV. Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar og vísaði á lögreglu.

Frétt uppfærð.
Fyrir skömmu birti lögreglan á Norðurlandi eystra eftirfarandi tilkynningu.

“Kl 19:10 barst Neyðarlínu tilkynning um að snjóflóð hefði fallið í Svarfaðardal fyrir ofan bæinn Skeið. Fram kom að þrír aðilar hefðu orðið fyrir flóðinu og var tilkynnandi einn þeirra. Þegar var kallað út mikið lið viðbragðsaðila og aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri. Virkjuð var hópslysaáætlun almannavarna og óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang.Þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang kl. 19:55 fundu þeir strax tvo menn og var annar þeirra slasaður. Stuttu seinna fannst sá þriðji í jaðri flóðsins og var hann einnig slasaður.Þegar þetta er skráð kl. 20:50 er verið að hefja flutning á þeim slösuðu á sjúkrahús.Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo komnu en settar verða uppfærðar upplýsingar hér inn kl. 21:45”.