Í dag föstudaginn 24. júlí, kl.16.10 mun Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir fjalla um ævi og kveðskap Ólafar á Hlöðum í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Þórarinn Hannesson mun einnig flytja nokkur lög sem hann hefur samið við ljóð skáldkonunnar.

Áhugaverð og sérstæð skáldkona sem forvitnilegt er að fræðast um.

Dagskráin er um 40 mínútur og allir velkomnir.

Enginn aðgangseyrir.

Mynd af facebooksíðu Ljóðaseturs Íslands