Dagana 27. – 31. júlí verður Ævintýravika númer 2 á Siglufirði þetta sumarið. Það var mikið fjör í fyrri vikunni hjá Umf Glóa og er stefnt að því að svo verði einnig í næstu viku.

Ævintýravikan er fyrir börn fædd 2012 og 2013. Þátttökugjald er 5.000 kr. og skráning fer fram með því að senda skilaboð á facebook síðu Umf Glóa með nafni og kennitölu barnsins.

Dagskráin er frá kl. 10.00 – 12.00 og byrjar og endar hvern dag við ærslabelginn á Blöndalslóðinni.

Umsjónarmenn verða Þórarinn Hannesson, íþróttakennari, og Kristín Anna Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi.

Meðfylgjandi myndir eru frá Ævintýravikunni fyrr í sumar.