Árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Ástæðan er fyrst og fremst sú að stór hluti gesta árshátíðarinnar eru starfsmenn stofnana sem vinna með viðkvæma hópa einstaklinga, börn og fullorðna.

Fjallabyggð telur ekki raunhæft að taka þá áhættu, í ljósi útbreiðslu COVID-19, að halda árshátíð næstkomandi laugardag.

Af vef Fjallabyggðar.