Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla  í Þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Álagningarprósenta sveitarfélagsins er óbreytt á milli ára, eða 0,46% af heildar fasteignamati. Fasteignamat í Fjallabyggð hækkar að meðaltali um 12,1% og skýrist hækkunin af þeim kaupsamningum sem gerðir á viðkomandi matssvæði sem leiðir til hærri krónutölu fasteignaskatta. Þar að auki hækkar sorphirðugjald úr 51.600 í 73.100 vegna gildistöku nýrra laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjald sem tóku gildi 1. janúar 2023.

Á meðfylgjandi mynd má sjá meðaltalshækkun fasteignamats í hverjum landshluta.

fasteignagjold

Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óskuðu. Greiðslukröfur vegna fasteignagjalda birtast í öllum heimabönkum og greiðsluseðlar sendir þeim sem óskað hafa eftir að fá þá heimsenda.

Við álagningu nú í janúar er reiknaður afsláttur á fasteignaskatt til hjá elli- og örorku lífeyrisþegum og miðað er við tekjur ársins 2022. Þegar álagning 2024 vegna tekna ársins 2023 liggur fyrir í júní/júlí n.k. verður afslátturinn endanlega reiknaður og getur það leitt til inneignar eða skuldar eftir því sem við á. Allar breytingar verða þá kynntar bréflega hverjum og einum. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt.

Nánari upplýsingar um álagninguna og innheimtu eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins, í síma 464 9100 eða í innheimta@fjallabyggd.is