Matvælastofnun varar þá sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir herslihnetum, við neyslu á einni framleiðslulotu af Nóa Kropp 200 g. sem Nói Síríus framleiðir. Fyrirtækið hefur innkallað sælgætið í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Nóa Kropp
  • Vöruheiti: Súkkulaðihúðaðar maískúlur
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 28. maí 2025
  • Nettómagn: 200 g
  • Framleiðandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.
  • Dreifing: Verslanir um land allt

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, heldur skila til fyrirtækisins eða farga henni.