Mikið að um að vera hjá viðbragðaðilum á Norðurlandi vestra í gær.

Björgunarsveitir í Reykjadal og Mývatnssveit þurftu að aðstoða nokkra vegfarendur sem voru á ferðinni og ekki á nægjanlega vel útbúnum bílum til vetraraksturs og þá þurfti Slökkvilið Fjallabyggðar ásamt björgunarsveitinni Strákum að kljást við nokkur dæluverkefni í sinni heimabyggð.

Covid smituðum einstaklingum hefir einnig fjölgað talsvert í umdæminu sem og einstaklingum sem settir hafa verið í sóttkví. Tengist þetta m.a. smitum í tveimur grunnskólum á Akureyri, Síðuskóla og Brekkuskóla. Einn er í sóttkví á Siglufirði og enginn með Covid-19 í Fjallabyggð

Íbúar eru hvattir til að viðhalda áfram persónulegum smitvörnum.