Hið árlega jólahappdrætti Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var haldið í desember síðastliðnum og vinningsskráin að vanda glæsileg.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að enn eigi eftir að vitja nokkurra vinninga. Handhafar vinninga eru hvattir til að hafa samband við meðlimi stjórnar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar til að nálgast vinninga sína. Athygli er vakin á því að frestur til að sækja vinninga rennur út 1. febrúar.

KF hvetur vinningahafa til að bregðast við fyrir 1. febrúar

Mynd: facebook / Knattspyrnufélag Fjallabyggðar