Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) hefur staðfest tillögu um breytingu á „Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023–2035“. Staðfestingin barst með tölvupósti 16. september.

Í breytingunni felst að horfið verður frá framkvæmdum við heilan gervigrasvöll og þess í stað ráðist í byggingu knatthúss í Ólafsfirði að stærðinni 50 x 72 metrar. Tillagan er hluti af lið 3 í stefnunni, sem fjallar um uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Samkvæmt nýrri forgangsröðun
„Byggja upp góða heilsárs æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í Ólafsfirði með byggingu knatthúss að stærðinni 50 x 72 m auk uppbyggingar á keppnisaðstöðu á núverandi grasvelli.“

Einnig er markmið sett fram um að knatthúsið verði byggt í Ólafsfirði fyrir ársbyrjun 2027.

Bæjarráð Fjallabyggðar þakkar KF fyrir staðfestinguna og hefur vísað málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.