Utanríkisráðuneytið sendi í gær fréttatilkynningu þess efnis að senda ætti kjörseðla til Gran Canaria til að bregðast við skorti á kjörseðlum fyrir forsetakosningarnar 2024.

Til stóð að bjóða upp á sérstaka kjörfundi í samráði við ræðismenn og utanríkisráðuneytið í dag á Why Not Lago.

Ekki tókst þó betur til en svo að engir kjörseðlar skiluðu sér með hraðsendingunni frá utanríkisráðuneytinu, svo virðist sem þeim hafi verið stolið á leiðinni.

Utanríkisráðuneytið leitar nú skýringa hjá flutningsaðilanum.

Til að bregðast við þessu ófremdarástandi kemur starfsmaður frá Utanríkisráðuneytinu með nýja seðla og verður kosning á Why Not Lago föstudaginn 24. maí kl 11:00 – 13:00.

Athygli er vakin á því að kjörstjóri áritar sérstakt fylgibréf með hverju og einu atkvæði og heldur sérstaka skrá þar sem bókað er m.a. nafn, kennitala og lögheimili kjósenda og hvar og hvenær kosið var og hjá hvaða kjörstjóra. Með þessu fyrirkomulagi er komið í veg fyrir að misfarið sé með glötuð kjörgögn. 

Mynd/Why Not Lago