Það sem þú þarft að eiga:
Salt, pipar og ólífuolía.
Það sem þarf að hafa við höndina:
Eldfast mót, panna, bretti, hnífur og skál.
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda Stilltu ofninn á 180°c og blástur.
Ofnæmisvaldar: Rjómi, pestó (parmesan, hnetur), rifinn ostur.
Skref 1.
Skerðu kjúklinginn niður í munnbitastærð og steiktu hann á vel heitri pönnu upp úr ólífuolíu. Kryddaðu hann með salti og pipar og færðu hann í eldfast mót.
Skref 2.
Skerðu tómatana og blaðlaukinn gróft niður ásamt blómkálinu og dreifðu yfir kjúklinginn.
Skref 3.
Hrærðu saman rjómanum, pestóinu og kreistum safanum úr sítrónunni. Helltu blöndunni yfir grænmetið og dreifðu svo rifna ostinum yfir síðast.
Skref 4.
Bakaðu í ofni í 20 mínútur og berðu fram með fersku salati, olíu og klípu af salti.
Uppskrift og myndir af vef: Einn, tveir & elda