Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði stóð fyrir viðburði á sjómannadaginn, lagður var blómsveigur að minnisvarða um drukknaða og týnda sjómenn og tveir sjómenn voru heiðraðir. Það voru þeir Haukur Jónsson og Ólafur Gunnarsson.

Kolbeinn Óttarsson Proppé flutti ávarp við þetta tækifæri og má lesa það hér að neðan.
“Annað árið í röð varð ég þess heiðurs aðnjótandi að flytja ávarp á sjómannadeginum hér á Siglufirði. Nú voru tveir heiðursmenn, þeir Óli Gunn og Haukur Jónsson, heiðraðir fyrir þeirra störf í gegnum áratugina. Sjómannadagurinn hefur mér alltaf þótt merkilegur, enda hefur sjórinn alltaf skipað stóran sess í minni vitund. Lengi vel hélt ég að mínum sjómannsferli væri lokið – og það fyrir margt löngu – en nú er ég ekki bara kominn með skipstjórnarréttindi á báta undir 15 metrum, heldur líka búið að munstra mig sem háseta á grásleppu. Það er því með sérstaklega mikilli hluttekt sem ég óska okkur öllum til hamingju með þennan hátíðisdag.
Sjómenn, takk fyrir allt”.
Myndir/Kolbeinn Óttarsson Proppé