Hið árlega skemmtikvöld Sinawik á Siglufirði verður haldið á Rauðku laugardagskvöldið 4. maí. Að vanda verður heilmikið um dýrðir og má þar á meðal nefna, fordrykki, gómsætan mat, tískusýningu og engin önnur en Sigga Kling skemmtir.

Í ár verður rautt þema hjá dömunum og verða verðlaun veitt fyrir Rauðku kvöldsins.

Skrá þarf þátttöku fyrir 29. apríl á netfangið:  sinawiksiglo@gmail.com

 

Í fyrra mættu yfir 100 konur á konukvöldið sem skemmtu þær sér konunglega.

Sjá frétt um konukvöldið í fyrra: Dónabrandarar og Tinder