Tölvuleikjaiðnaðurinn á Íslandi líður ekki kynferðislega áreitni og ofbeldi í starfsumhverfi sínu.

Undirritun sáttmála í höfuðstöðvum CCP í Grósku, Bjargargötu 1, í dag fimmtudaginn 16. september kl. 10.30

Fulltrúar Samtaka leikjaframleiðenda (IGI), Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) og Game Makers Iceland (GMI) undirrita sáttmála um örugga vinnustaði á morgun fimmtudaginn 16. september kl. 10.30 í höfuðstöðvum CCP í Grósku, Bjargargötu 1.

Sáttmálinn sem undirritaður verður felur í sér að íslensk tölvuleikjafyrirtæki, samtök innan leikjaiðnaðar og hagsmunaaðilar skuldbinda sig til þess að skapa starfsumhverfi í leikjaiðnaði þar sem óæskileg hegðun á borð við kynferðislega áreitni og ofbeldi, hótanir, einelti og niðrandi orðræða verður ekki liðin.

Þetta er að öllum líkindum í fyrsta sinn sem ólíkir aðilar innan tiltekins iðnaðar taka höndum saman og lýsa því yfir að óæskileg hegðun verði litin alvarlegum augum og að tekið verði á málum þegar þau koma upp.  

Sáttmálinn verður birtur í heild sinni við undirritunina á dag.  

Mynd/ pixabay