Á dögunum birtust fréttir um kostnað við tónlistarnám barna sem á höfuðborgarsvæðinu er sagður hátt í tvöfalt hærri en í sumum öðrum sveitarfélögum. Kemur fram að tónlistarveturinn fyrir eitt barn kosti á þriðja hundrað þúsund krónur.
Í fréttinni er jafnframt fjallað um skólagjöld við tónlistarskólann á Húsavík sem er tæplega 102 þúsund krónur á vetri fyrir 6 – 20 ára.
Áhugavert er að bera þessar tölur saman við gjöld fyrir nemendur í Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Skv. gjaldskrá kostar fullt nám fyrir börn að 18 ára aldri kr. 38.500 á önn eða 77.000 fyrir veturinn. Auk þess er veittur 20% systkinaafsláttur af námi hjá öðru barni og 35% frá og með þriðja barni. Einnig er vert að taka fram að nemendafjöldi í tónlistarskólann hefur ekki verið takmarkaður og því ekki um biðlista að ræða eins og víða er.
Nánar er fjallað um málið í frétt Fréttablaðsins.
Mynd/ pixabay