Þann 18. október síðastliðinn var haldinn hér á landi fjölmennur fundur íslenskra og erlendra sérfræðinga í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
Umfjöllunarefni fundarins voru kostir rafrænna fylgiseðla lyfja með lyfjum en Ísland hefur haft forystu um innleiðingu rafrænna fylgiseðla á norrænum vettvangi.
Innleiðing rafrænna fylgiseðla hefur verið eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og er einnig sett fram sem markmið í ályktun Alþingis um lyfjastefnu til ársins 2020.