Félagar í Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar eru farnir að æfa af fullum krafti.

Síðasta vetur var lífleg starfsemi hjá KFÓ og ætlar félagið sér stóra hluti í vetur.

Á facebooksíðu KFÓ segir að nú sé farið að styttast í haustmótaröð hjá keppendum, hver og einn er að stilla sig inn á þau mót sem framundan eru. Í dag var hluti af keppnisfólkinu að rembast í hinum ýmsu greinum.

Þau stórtíðindi urðu þegar Hilmar bætti sig hressilega í hnébeygju og tók 210 kg, þessi drengur virðist bara skilja eitt orð „Bæting“. Hilmar er á fleygiferð í öllum greinum og nálgast nú óðfluga að detta inn í landslið Íslands í kraftlyftingum.

“Við segjum hiklaust að kraftlyftingar séu fyrir alla, jafnt konur sem karla – unga sem aldna, bara spurning um að byrja rólega undir eftirliti og fá þannig grunnþekkingu strax. Skorum líka á þá sem eldri eru að mæta og prufa, alveg tilvalið sport fyrir þá sem eru t.d. hættir að vinna”

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: KFÓ