Krydduð pretzel- og hnetublanda 

  • 2 bollar (200 g) blandaðar óristaðar hnetur, t.d. kasjúhnetur, möndlur, salthnetur, pekanhnetur eða heslihnetur
  • 1 msk (15 g) ósaltað smjör, brætt
  • 3 msk (45 g) púðursykur
  • ½ tsk kanil
  • ¾ tsk cayenne pipar
  • 1½ msk hlynsíróp
  • 1 tsk sjávarsalt eða annað gróft salt
  • 2 bollar (100 g) litlar pretzel kringlur

Dreyfið úr hnetunum á bökunarplötu og bakið við 180° í 10 mínútur. Hrærið í þeim eftir helming bökunartímans.

Blandið saman bræddu smjöri, púðursykri, kanil, cayenne pipar og hlynsírópi í skál. Bætið heitum hnetunum í skálina og hrærið þar til þær eru húðaðar af blöndunni. Bætið þá salti og pretzel saman við og hrærið öllu saman þar til allt er húðað af smjörkryddblöndunni. Dreyfið úr blöndunni yfir bökunarplötu og setjið aftur í ofninn í 12-18 mínútur og hrærið tvisvar í blöndunni á meðan. Látið kólna alveg áður en borið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit