Námsþjónusta í Menntaskólanum á Tröllaskaga er eins og nám og kennsla komin á netið.
Allir nemendur geta óskað eftir fjarviðtali við náms- og starfsráðgjafa og við sálfræðing skólans segir á vefsíðu skólans.
Hægt verður að taka kvíðanámskeið á netinu og hafa nemendur lýst verulegum áhuga á því.
Þá geta nemendur notfært sér þjónustu markþjálfa í fjarskanum. Form til að sækja um þjónustuna er opið á forsíðu kennslukerfis skólans. Þar geta nemendur líka komið með hugmyndir að annaðri þjónustu sem þeir telja að gæti nýst þeim.
Þetta eru erfiðir tímar fyrir nemendur, forráðamenn, kennara og starfsmenn alla og mikilvægt að við stöndum öll saman þannig að námið gangi vel. Við þurfum því að hlú vel hvert að öðru og sérstaklega unga fólkinu okkar. Vernda þarf andlega heilsu ekki síður en líkamlega og er eitt flóknasta viðfangsefnið að halda gleði og einbeitingu.
Frekari upplýsingar og þjónustu veitir Sigríður Ásta Hauksdóttir, náms og starfsráðgjafi sem hefur netföngin namsradgjof@mtr.is og sigga@mtr.is.
Tæknilega aðstoð veitir Gísli Kristinsson, kerfisstjóri á gisli@mtr.is og líka í síma 8490696