Um helgina var einmuna veðurblíða á Tröllaskaga og skartaði umhverfið sínu fegursta. Margir nutu útiverunnar og fjöldi manns þusti til fjalla og renndu sér á skíðum í geislum sólarinnar.

Ekki voru kvöldið og nóttin síðri, sólarlagið var ægifagurt og náði Ingvar Erlingsson að fanga þá fegurð eins og myndirnar sýna.

Ingvar Erlingsson hefur stofnað facebook síðu með myndum sem hann hefur tekið og vert er að skoða: Ingvar Erlingsson Photography

 

Fjöll í fjarlægð

 

Sólsetur í Almenningum

 

Sólsetur