Benecta Open fer fram á Siglógolf sunnudaginn 18. ágúst og hefst kl. 10:00 þegar verður ræst út frá öllum teigum. Á golf.is segir að 31 keppandi hafi þegar skráð sig til leiks.

Verðlaun verða veitt fyrir 1-3 sæti, nándarverðlaun á par 3 brautum og fyrir lengsta teighöggið á 8 braut. Teiggjöf verður fyrir alla þátttakendur í golfskálanum.

Reiknað er með að völlurinn verði blautur eftir rigningarnar undanfarið, flatir og teigar er nýslegið og þá er það er bara að mæta með góða skapið.

Enn er hægt að skrá sig á golf.is

 

Siglógolf

 

Flatir og teigar er nýslegið