Helgi Björnsson hefur gefur út nýtt lag sem heitir Gjöf merkt þér.

Lagið sömdu Einar Lövdahl Gunnlaugsson, Egill Jónsson ásamt Helga.

Upptökustjórn og útsetningar voru í höndum Pálma Ragnars Ásgeirssonar.

Gjöf merkt þér er létt jólalag sem er þó innblásið af öllu því ljúfsára við hátíðirnar.

Textinn hefur að geyma grátbroslega jólasögu um ást og einmanaleika – og er í raun eins og opinskátt bréf frá manni sem verður meyr á aðventunni.

Lagið á Spotify