Kálbúðingur

  • 1 lítill hvítkálshaus (um 1 kg)
  • smjör til að steikja í
  • 1-2 dl vatn
  • 2 msk síróp
  • salt
  • 400 g nautahakk
  • 1 egg
  • ca 1 tsk Kød & Grill krydd (eða annað krydd)
  • 1 dl vatn
  • salt og pipar

Skerið hvítkálið í litla bita og steikið þá í smjöri. Setjið smá vatn annað slagið á pönnuna svo hvítkálið brenni ekki. Saltið og piprið. Þegar hvítkálið er orðið mjúkt þá er sírópi helt yfir og látið steikjast í nokkrar mínútur til viðbótar.

Blandið nautahakki saman við egg, vatn og krydd.

Setjið helming af hvítkálinu í botn á eldföstu móti. Setjið hakkblönduna yfir og sléttið yfirborðið. Setjið seinni helminginn af hvítkálinu yfir. Bakið við 175° í um 45 mínútur. Ef hvítkálið gerir sig líklegt til að brenna þá er álpappír settur yfir.

Rjómasósa

  • 3 dl rjómi
  • 1,5 dl sýrður rjómi
  • 1 kjúklingakraftsteningur
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • 1 msk hveiti, hrært saman við smá vatn (eða sósuþykkir)
  • salt og pipar

Blandið öllu saman í pott og látið suðuna koma upp. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur og smakkið til.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit