Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var þrettándi dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum, dagurinn var ekki nothæfur til útiveru því það hellirigndi svo hressilega að við vorum að að velta því fyrir okkur hvort það þyrfti örk á heimilið.

Þar sem viðraði ekki til verka útivið unnum við þess meira innandyra.

Það er hreint út sagt alveg ótrúlega margt sem á daga okkar hefur drifið frá því við keyptum hellinn.

Við komum út í ágúst 2019 og dvöldum á Kanarí um þrjá mánuði. Fór ég í drekkhlaðna myndaalbúmið í símanum mínum og fann nokkur óborganleg myndbönd frá þessum tíma.

Sá tími var ansi viðburðaríkur og margt sem kom okkur á óvart. Bara það að kaupa bíl og tryggja hann, fá bankareikning og kynnast skriffinnskunni hér reyndi oft á þolinmæðina.

En með góðri hjálp, þolinmæði og eljusemi gekk þetta allt upp og segjum við upp og ofan frá þessu í YouTube myndbandi dagsins.

Sjá fyrri fréttir og myndbönd: HÉR