Systur hafa sent frá sér lagið Goodbye.

Um lagið:

„Lagið og textann samdi Sigga. Lagið varð til fyrir nokkrum árum og þar sem sem Sísý Ey var starfandi á þeim tíma settum við það í annan búning til að geta flutt það. 

Við ákváðum svo að prófa að flytja það saman í þessum stíl og okkur fannst það koma mjög vel út. Við fengum svo Ásgeir Trausta til að taka það upp með okkur og spila, Lay Low er líka með og auðvitað Eyþór. Svo fengum við aðra frábæra aðila til liðs við okkur Reinhard Vanbergen frá Belgíu spilaði á lap steel guitar og Karl James Pestka spilaði inn strengi. Erik Zobler mixaði svo og masteraði. Við erum ótrúlega sáttar við útkomuna og þakklátar fyrir fallegt og einlægt samstarf með frábærum listamönnum. 

Margir munu eflaust halda að þetta sé lag um ástarsorg og sambandsslit. Það fjallar vissulega um samband en ekki hið hefðbundna ástarsamband heldur um samband fíkils við fíkniefni, hann er að kveðja neyslulífið í von um að fá tækifæri til að byrja nýtt og betra líf“.