Veðrið hefur verið gott norðanlands að undanförnu og hafa menn og málleysingjar notið veðurblíðunnar.

Á Siglufirði hefur Ingvar Erlingsson fangað kvöldsólina og á ljóðið, Kvöldsól fer eldi eftir Júlíus Friðriksson frá Hverhóli vel við myndirnar.

Kvöldsól fer eldi
um snæheima.
Gullnum feldi
vefur dal og strönd.
Á heiðskíru kveldi
geislar streyma
um loftsins veldi
skreyta höf og lönd.

Vak þú og sjá
þau ljóstjöld falla.
Lífsins þrá
er tengd við birtu og yl.
Háloftin blá
og snæborg fjalla.
Ljúft er þá
að vera til.

Höfundur:
Júlíus Friðriksson frá Hverhóli