Palli og Helga stjórna þættinum og senda hann út beint úr hljóðveri III í Noregi,
Í dag verður vinaþema í Gestaherberginu á FM Trölla.
Það er alveg ótrúlegt hvað eru til mörg lög sem bera titil sem iniheldur orðið vinur, vinir, vina, vinkona, friend, friends og svo framvegis.
Og aldrei hefur verið eins létt að finna lög fyrir þáttinn, en það verður mjög erfitt að velja lögin sem verða spiluð.

Annars verður þátturinn með eðlilegu sniði, spjall um allt og ekkert og óskalög spiluð, ef það er eðlilegt.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is/gear/player/player.php og trolli.is

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is