Það er draumur allra kylfinga að fara holu í höggi en fæstir ná því segir á facebooksíðu Frétta- og fræðslusíða UÍF.

Samkvæmt heimasíðu Einherjaklúbbsins ná innan við 1% kylfinga þessum áfanga árlega.

Frá fyrstu skráningum, árið 1936, hafa um 3.000 draumahögg íslensks kylfingsins verið skráð. Af 40.000 kylfingum á Íslandi ná einungis um 130 að fara holu í höggi á ári hverju.

Nokkrir kylfingar hafa farið holu í höggi á hinum glæsilega Siglógolf velli í sumar, þar á meðal fjórir kylfingar úr Golfklúbbi Siglufjarðar.

Þann 7. júlí fór Sigurður Sverrisson holu í höggi á 9. braut og 3. ágúst lék Ása Guðrún systir hans það eftir á sömu braut.

Þann 21. ágúst fór Jón Karl Ágústsson holu í höggi á 6. braut og 3. sept. lék Sigurlaug Guðbrandsdóttir sama leik á 7. braut.



Myndir/ af facebooksíðu UÍF