Í dag, þriðjudaginn 7. september verður þátturinn Undralandið á FM Trölla frá kl. 13 – 15.

Undralandið hefur verið á dagskrá FM Trölla í nokkur ár, og kemur nú aftur á nýjan leik eftir nokkurt hlé.

Stjórnandi þáttarins er Andri Hrannar Einarsson sem ætti að vera hlustendum FM Trölla vel kunnur.

Hlustið á Undralandið á FM Trölla á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 13 – 15.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is