Á vormánuðum lauk endurbótum á húsnæði Stapa á Akureyri. Af því tilefni verður sjóðurinn með opið hús að Standgötu 3 á Akureyri fimmtudaginn 14. nóvember milli kl. 15 og 17.

Stapi hvetur sjóðfélaga og launagreiðendur til að koma og kynna sér starfsemi sjóðsins. Starfsfólk allra deilda verður á staðnum til að ræða málin og  svara fyrirspurnum.

Stuttar kynningar verða haldnar á grunnþáttum réttindakerfis sjóðsins kl. 15:30 og 16:30.

Boðið verður upp á léttar veitingar.