Orkufundur samtaka orkusveitarfélaga var haldinn 7. Nóvember sl. Á fundinum var kastljósinu beint að smávirkjunum, skipulagi, umhverfismati, regluverki og kortlagningu.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV flutti erindi á fundinum um smávirkjanaverkefni samtakanna sem staðið hefur yfir frá því á árinu 2017.

Verkefnið hófst með úttekt samtakanna á mögulegum smávirkjanakostum sem kynnt var á fjölsóttum fundi á Blönduósi í ágúst 2018. Í framhaldinu var auglýst eftir umsóknum um styrki til frekari athugana í tveimur skrefum. Í fyrra skrefi var veitt fjármagn til frummats og voru 8 verkefni sem fóru í gegnum það ferli. Á dögunum voru svo auglýstir styrkir til 2. skrefs sem felst í mati á virkjanlegu rennsli, frummats hönnunar og byggingarkostnaðar. Alls bárust 3 umsóknir sem eru nú í matsferli hjá fagráði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í byrjun desember.

Allar nánari upplýsingar um smávirkjanaverkefni SSNV er að finna hér: http://www.ssnv.is/is/soknaraaetlun/smavirkjanasjodur-ssnv