14. sæti á H-listanum í Fjallabyggð skipar Ave Kara Sillaots.
“Ég starfa sem tónlistarkennari við Tónskólann á Tröllaskaga og sem organisti og kórstjóri við Ólafsfjarðarkirkju.
Ég er gift Þormóði Sigurðsyni, á heimilinu okkar býr líka læðan Lára, hún er orðin 14 ára. Við búum á Hliðarvegi 59, í Ólafsfirði. Ég er 51 árs og er fædd og uppalin í Eistlandi. Til Íslands flutti ég 2002, 12 september.
Í Eistlandi hóf ég mitt tónlistarnám 7 ára gömul. 1984 lauk ég 5 ára námi í Tónlistarskóla í Nuia með harmónikkuprófi. Síðar tók við 4 ára nám í Tónlistarskóla G.Ots í Tallinn og útskrifaðist 1991 með kennararéttindi og hljómsveitastjórn ásamt réttindum til hljófæraleiks í hljómsveit. Að því loknu hélt ég til Litauen þar sem ég stundaði nám við Tólistarháskólann í Vilnius og útskrifaðist 1995 Baccalaureus of Musicology Branch með B.A. gráðu í kammertónlist og kennararéttindi og árið1996 með Masters gráðu í kammertónlist og kennararéttindi.
2002 flutti ég til Íslands. Bjó 2 vetur á Þorshöfn en frá 2004 hef ég búið í Ólafsfirði. Frá 2006 stundaði ég nám í orgelleik, litúrgiskum orgelleik, einsöngsnám og hliðargreinar við Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík og lauk kirkjuorganistaprófi frá skólanum vorið 2010. 2017 hóf ég í sama skóla kantórsnám og vorið 2022 mun ég útskrifast sem kantor.
Eins og sjá má stundaði ég ýmiskonar tónlistar nám úti og líka hérlendis. Ég hef mikinn áhuga á tónlistarmenntun, tónlistarkennslu og öllu sem er tengt tónlistarmenntun og áhrifum tónlistarinnar fyrir unga fólkið.
Til að njóta lífsins þurfa allar grunnþarfir að vera í lagi og öruggar í samfélaginu, sérstaklega í heimabyggð. Skóli, samgöngur og heilsugæsla. Hef mikið áhuga á umhverfismálum og að hafa örugga innviði í samfélaginu.
Merkjum x við H!
Ave Kara Sillaots
H-Listinn—fyrir heildina”.