Sigga, eins og hún er kölluð er 60 ára Ólafsfirðingur, gift Konráði Þór Sigurðssyni vélstjóra og eiga þau 3 börn og 10 barnabörn.

Sigga hefur starfað s.l. 20 ár sem fjarvinnsluritari Alþingis, en því verkefni er nú að ljúka.

Áhugamálin eru golf, golf og meira golf, einnig hefur hún gaman af ferðalögum, útivist og heilsurækt, allt í góðum félagsskap vina og fjölskyldu. Sumarið er tíminn og finnst henni gott að slaka á og hugleiða landsins gang og nauðsynjar með garðhanskana á kafi í blómabeðum.

Sigga syngur með kirkjukór Ólafsfjarðar og hefur í gegnum tíðina starfað með Leikfélagi Fjallabyggðar og slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði.

Félags- og menningamál eru henni hugleikin, ásamt því sem lýtur að íþrótta- og æskulýðsmálum, þar vill hún leggja sitt af mörkum til að gera bæjarfélagið okkar enn betra og byggilegra fyrir alla.

Sigga hefur setið í markaðs og menninganefnd á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.