Þann 1. febrúar stóð Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi um samgöngur og snjóflóðavarnir í kjölfar atburða í byrjun árs og viðbrögð við þeim. Á fundinn mættu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Almannavarna.
Fundinum var streymt á Teams og á Facebook síðu Fjallabyggðar þar sem upptaka af fundinum er aðgengileg ásamt því að hægt er að nálgast upptökuna á vefsíðu Fjallabyggðar.
Fettaritari Trölla er stödd á Kanarí og lét ekki fundinn fram hjá sér fara, sjá forsíðumynd.
Íbúar voru hvattir til að senda inn spurningar fyrir fundinn og sömuleiðis gafst gestum tækifæri til að senda inn spurningar með rafrænum hætti á fundinum. Á fundunum var flestum þeim spurningum sem bárust svarað.
Hér að neðan má sjá allar spurningar sem bárust fyrir fundinn og fram komu á fundinum. Þar sem margar spurninganna vörðuðu sama viðfangsefnið voru þær teknar saman ásamt svari. Svör við nærri öllum spurningum fengust á fundinum sjálfum sem einnig er hægt að nálgast í upptöku til hlustunar og eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að hlusta.
Slóð á upptöku af fundinum
Spurningalisti frá íbúum
Spurningar samantekt og svör