Kyrrðarstund verður í Siglufjarðarkirkju í kvöld föstudaginn 11. apríl, kl. 20.00.

Tilefnið er hin mörgu áföll sem dunið hafa á byggðarlagi okkar að undanförnu. Stundin verður í umsjá Sigurðar Ægissonar sóknarprests og Önnu Huldu Júlíusdóttur djákna, auk þess mun Ave Kara Sillaots organisti leika tónlist á milli stuttra lestra.

Verið hjartanlega velkomin.

Sigurður Ægisson

Anna Hulda Júlíusdóttir

Ave Kara Sillaots