Út er komið lagið Kyssti mig, fyrsti síngúll þriðju breiðskífu Teits Magnússonar. 

Lagið er komið í spilun í “rólegu deildinni” á FM Trölla, sem prýðir kvöld virkra daga frá kl. 21 og fram eftir kvöldi.

Platan ber vinnutitillinn 33 og er væntanleg með vorinu.

Teitur, fæddur 1987, samdi lagið Kyssti mig við ljóð Stefáns frá Hvítadal sem er fæddur 1887 og því áhugavert að akkúrat 100 ár skilja þessa listamenn að í aldri.

Stefán lést árið 1933 en Teitur er sprell lifandi og 33 ára, sem sagt: kosmískt bíngó.

Upptökum stjórnaði Daníel Friðrik Böðvarsson sem gerði garðinn frægan með Moses Hightower.

Myndband við lagið skartar dansandi ungmennum hér og þar í haustlitum Reykjavíkur og má sjá afraksturinn á You Tube innan tíðar. 

Söngur og gítar: Teitur Magnússon
Upptökustjórn, bassagítar, kassagítar og rafgítar: Daníel Friðrik Böðvarsson
Trommur: Magnús Trygvason Eliassen
Bakraddir: Bryndís Jakobsdóttir
Píanó: Steingrímur Karl Teague
Hljóðblöndun: Styrmir Hauksson
Hljómjöfnun: Glenn Schick

Aðsent.