Samkomulag hefur náðst milli L7-verktaka og Fjallabyggðar um rekstur á skíðasvæðinu í Skarðsdal segir Hjalti Gunnarsson formaður skíðafélags SSS.
Miklar framkvæmdir hafa farið fram í haust á svæðinu, búið að bæta við lyftu, töfrateppið fyrir börnin alveg að verða klárt.
Einnig verður mikil breyting á veitingasölunni, annars vegar hefur aðstaðan verið lagfærð mikið og hinsvegar tekur SSS aftur við rekstrinum sem er gríðarlega jákvætt fyrir gesti svæðisins því það er enginn betri en foreldrar barnanna í Skíðafélagi Siglufjarðar til að þjónusta skíðafólk svæðisins með rjúkandi vöfflur og kakó. (Fjáröflun fyrir barnastarfið)
Rétt er að benda á að SSS verður með æfingar í vetur fyrir börn á öllum aldri bæði gönguskíði og alpagreinar.
Ekkert aldurstakmark er fyrir börnin en gerð er krafa um þau séu lyftufær. Þetta er frábær félagsskapur fyrir börn og foreldra ásamt því að vera hressandi og góð útivera fyrir alla fjölskylduna.
Mynd/SSS