Ný ábreiða (cover) með hljómsveitinni Hr. Eydís er komin á YouTube-rásina (eydisband)
Lagið er í spilun á FM Trölla.
Að þessu sinni er það hin stórbrotna ballaða The Power of Love, upphaflega flutt af Frankie Goes to Hollywood árið 1984.
Lagið fór beint á topp breska vinsældalistans í desember 1984 og hefur síðan fylgt jólunum í huga margra, þó það sé í raun alls ekki jólalag. Það er hvergi minnst á jólin í textanum.
Textinn fjallar um ást, vernd og trú, og hefur jafnvel andlega skírskotun.
Tónlistarmyndband Frankie sýndi fæðingu Jesú, sem gæti skýrt hvers vegna lagið tengdist jólunum í huga fólks.
Það er þó ljóst að við tökum þetta lag fyrir jólin, en við verðum með ALVÖRU ´80s JÓLAPARTÝ ásamt Ernu Hrönn á bæði Græna hattinum og á Sviðinu á Selfossi.
„Mér þótti the Power of Love strax æðislegt á sínum tíma og nefndi við strákana í hljómsveitinni að við ættum að gera ábreiðu af því. Þeir voru reyndar ekki alveg sannfærðir. Svo fórum við saman í ferð til Spánar, enduðum í karaoke og tókum vel hressir okkar uppáhalds ’80s-lög…..og ég tók auðvitað The Power of Love. Eftir það var þetta engin spurning lengur!“ segir Örlygur Smári, söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og hlær dátt.
Hlekkur á nýjasta ’80s lagið: https://youtu.be/w4t5rfrURVg
Rás hljómsveitarinnar á YouTube:
https://www.youtube.com/@eydisband
Instagram: @eydisband
Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)
TikTok: @eydisband



