Landabandið eða “LBé” hefur lengið talað um að gefa út eigið efni.

Vinna við lagið Draumur um þig hófst í janúar 2021. Lagið er upprunalega rólegt og rómantískt og var sú útgáfa (kertaljósaútgáfan) spiluð á styrktartónleikum Björgunarsveitarinnar Stráka þann 11. febrúar sl.

Lagið Draumur um þig verður leikið í þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag milli kl. 13 og 15. Hægt að hlusta á þáttinn hér:  Hlusta

Markmiðið var alltaf að gefa út hresst og skemmtilegt lag og var lagið því sett í 90´s, sveitaballa fíling, með dassi af Vinum vors og blóma kryddi.

Lagið er mun verða aðgengilegt á Spotify og öðrum tónlistarveitum á næstu dögum og er hægt að fylgjst með því á Facebook síðu LBé.

Lagið: Draumur um þig
Flytjandi: LBé (Landabandið)
Höfundar lags: Sturlaugur Kristjánsson, Guðmann Sveinsson og Daníel Pétur Daníelsson
Höfundur texta: Daníel Pétur Daníelsson
Upptökustjóri: Guðmann Sveinsson
Mix og mastering: Gunnar Smári Helgason
Listrænn stjórnandi: Sturlaugur Kristjánsson

Myndir og texti: aðsent