Nikulásarmótið fór fram á Ólafsfirði þann 2. júlí og var fyrir iðkendur í 7. og 8. flokki. Fjögur félög sendu lið til keppni. Í 7. flokki mætti KA með 9 lið, Þór með 7 og KF og Dalvík með 4 hvort félag. Í 8. flokki voru aðeins 4 lið, 2 frá KF og 2 frá Dalvík.

Í 7. flokki spilaði hvert lið 4 leiki en liðin í 8. flokki léku 3 leiki og síðan var vítaspyrnukeppni. Leikirnir voru 2 x 8 mínútur.

Aðstæður voru fínar til knattspyrnuiðkunar og hinir upprennandi knattspyrnusnillingar sýndu glæsilega takta á knattspyrnuvellinum og skemmtu sér vel. Mun minna var um leikræna tilburði en sjá má á HM og greinilegt að þessir krakkar eru harðari af sér en ýmsir sem þar hlaupa um grundu.

Í mótslok var grillveisla og allir keppendur fengu viðurkenningu og gjöf fyrir þátttökuna.

Hér koma nokkrar myndir sem Guðný Ágústsdóttir tók á mótinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frétt Frétta- og fræðslusíða UÍF

Myndir: Guðný Ágústsdóttir