Rauði kross Íslands hefur birt á vefsíðu sinni gátlista yfir hluti sem mikilvægt er að hafa innan seilingar þegar vá ber að garði og nefnir þar Viðlagakassa.

Viðlagakassi ætti að vera til staðar á hverju heimili, þ.e. kassi sem inniheldur þá hluti sem íbúar gætu þurft á að halda í kjölfar hamfara. Við vitum aldrei hvenær við gætum þurft að grípa til hans þegar náttúran gerir vart við sig svo best er að útbúa slíkan kassa strax í dag ef hann er ekki nú þegar til staðar. Athugið að geyma kassann þar sem öll fjölskyldan getur nálgast hann og gættu þess að hlutirnir í honum séu ekki útrunnir.

Hér að neðan er gátlisti yfir hluti sem mikilvægt er að hafa innan seilingar – annað hvort í viðlagakassanum eða á aðgengilegum stað. 

Fyrirsögnin er texti úr kvikmyndinni Hrafninn Flýgur, þar sem Eiríkur hyggst flýja til Noregs með sitt fólk eftir að voveiglegir atburðir höfðu átt sér stað.

Flosi Ólafsson í hlutverki Eríks, í kvikmyndinni Hrafninn Flýgur (1984)