Unnið er að viðgerð bryggjunnar á Dalvík og er löndunaraðstaða því út skorðum.
Á meðan unnið er að framkvæmdum er landað upp út bátum með stórri gröfu.
Þessar myndir tók Sigurður Gunnarsson þegar verið var að landa út bátnum, Sæþóri EA 101.


Siglingarleið að Dalvíkurhöfn er greið. Snúningsþvermál innan hafnar er um 100 m. Flutningaskip, sem leggjast að Norðurgarði snúa utan hafnar. Í innsiglingu er 7 – 8 m dýpi. Snúningssvæði innan hafnar er með 6 – 7 m dýpi. Meiripartur af bryggjuplássi er með yfir 6 m dýpi.
Í smábátahöfn er dýpi um 2 m. Höfnin er örugg í öllum veðrum og kantar í A – B flokki. Skjól er fyrir smábáta í smábátahöfninni.
Athafnasvæði við Norðurgarð er gott, gámavöllur um 6.000 m2. Góð aðstaða er fyrir flutningaskip við Norðurgarð. Hafnarmynnið er 40 m breitt og takmarkar það stærð skipa. Gámalyftari fyrir 40 ft. gáma er á vegum skipaafgreiðslunnar. 60 t. bílavog og vogarhús er við Norðurgarð.
Höfnin á auk þess pallvog, Löndunarkranar eru efst við Norðurgarð.
Myndir/Sigurður Gunnarsson