Í júní voru alls 253 landanir á Siglufirði og landað rúmlega 1.628 tonnum. Er það töluverð aukning frá árinu 2017, þá var landaður afli rétt rúmlega 1.000 tonn og landanir alls 256 eða þremur fleiri en í ár.

Óli á Stað Gk-99 kemur frá Grindavík til að stunda veiðar frá Siglufirði
Í Ólafsfirði var einnig aukning á milli ára og var alls landað 12.242 tonnum í 22 löndunum, 2017 var aflinn 10.251 tonn í 29 löndunum.

Frá Ólafsfirði
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Heimild: Fiskistofa