- 600 gr nautahakk
- 1 stór gulur laukur
- 1 kúrbítur
- 1 dl balsamik edik
- 1 dós hakkaðir tómatar
- jurtasalt
- pipar
- smá sykur
- oregano, timjan og marjoram
- 3 dl sýrður rjómi
- 2 dl rjómi
- jurtasalt
- 2 dl rifinn ostur
- lasagneplötur
Hitið ofninn í 200°. Afhýðið og fínhakkið laukinn, skerið kúrbítinn í litla bita og mýkið á pönnu. Takið af pönnunni og steikið nautahakkið. Þegar nautahakkið er tilbúið þá er kúrbítnum og lauknum bætt aftur pönnuna ásamt balsamik edik, tómötum, jurtasalti, pipar, sykri og kryddjurtum og leyft að sjóða um stund.
Hrærið saman sýrða rjómanum, rjómanum og jurtasaltinu þar til það verður að þykku kremi.
Takið eldfast mót og setjið til skiptist lag af kjötsósunni og lasagna plötur. Endið á kjötsósunni og hellið rjómakreminu yfir. Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið neðarlega í ofninum í ca 30 mínútur.
Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit